16.1 Hlutfall íbúa sem er með reglulega sorphirðu (íbúðarhúsnæði)

Breyting frá 1.1.2019 til 1.1.2020.
Lýsing

Hlutfall íbúa sem er með reglulega sorphirðu skal reiknað sem heildarfjöldi fólks innan sveitarfélagsmarka sem er með reglulega sorphirðu (teljari) deilt með íbúafjölda sveitarfélagsins (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Regluleg sorphirða skal skilgreind þannig að úrgangur sé sóttur frá heimilinu, fluttur og skilað á viðeigandi meðhöndlunarstöð (endurvinnslu- eða urðunarsvæði) að minnsta kosti vikulega eða á tveggja vikna fresti. Gagnaveitur: Innanhús gögn.