Hlutfall barna sem nýta frístundastyrk sveitarfélagsins (5 til 6 ára)
Lýsing
Hlutfall barna sem nýta frístundastyrk sveitarfélags skal reiknað sem heildarfjöldi barna sem nýta frístundastyrk sveitarfélagsins (teljari) deilt með heildarfjölda barna sem búa í sveitarfélaginu (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Gögn fengin frá menntasviði og Hagstofu Íslands. Mælikvarðinn mælir hlutfall barna á aldrinum 5 til 6 ára sem nýta frístundastyrk sveitarfélagsins. Prósentuhlutfallið var reiknað með því að deila fjölda barna sem nýta frístundastyrkinn með öllum skráðum börnum í sama aldurshópi búsettum í Kópavogi samkvæmt gögnum frá Hagstofunni og margfalda með 100.