7.9 Hlutfall bygginga í sveitarfélaginu með snjalla orkumæla
Lýsing
Hlutfall bygginga í sveitarfélaginu með snjalla orkumæla skal reikna sem fjöldi bygginga í sveitarfélaginu með snjalla orkumæla (teljari) deilt með heildarfjölda bygginga í sveitarfélaginu (nefnari). Niðurstöðuna skal margfalda með 100 og setja fram sem hlutfall bygginga í sveitarfélaginu með snjalla orkumæla. Með opinberum byggingum er átt við opinberar byggingar eða byggingar sem hið opinbera leigir þar sem starfsemi er að finna svo sem skrifstofa sveitarfélagsins, bókasöfn, útivistarmiðstöðvar, sjúkrahús, skólar, slökkvistöðvar eða lögreglustöðvar. Verslunar- og iðnaðarhúsnæði skal vísa til húsnæðis á skilgreindu skipulagssvæði til atvinnu- og iðnaðarnota. Íbúðarhúsnæði er ekki talið með í þessum mælikvarða. Snjallur orkumælir skal vísa til orkumælis sem inniheldur stafrænan skjá í rauntíma eða sem er fáanlegur í rauntímaforriti, svo viðskiptavinur geti skilið betur orkunotkun sína. Einnig getur snjall orkumælir stafrænt sent mælalestur til orkuveitu til að fá nákvæmari orkureikninga og til að auðvelda og bæta skipulag veitna og draga úr orkunotkun.