Hlutfall barna undir lágtekjumörkum sveitarfélagsins (0 til 18 ára)

Breyting frá 1.1.2017 til 1.1.2018.
Lýsing

Hlutfall barna undir lágtekjumörkum sveitarfélagsins er reiknað með því að deila fjölda barna í sveitarfélaginu með jafngildar ráðstöfunartekjur undir lágtekjumörkum (teljari) með fjölda barna í Kópavogi það ár (nefnari). Niðurstaðan er margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Lágtekjuhlutfall er fengið með því að skilgreina lágtekjumörk. Lágtekjumörk eru skilgreind út frá hlutfalli af miðgildi jafngildra ráðstöfunartekna (hér 60% af miðgildi) allra íbúa Kópavogsbæjar. Jafngildar ráðstöfunartekjur eru fengnar með því að taka heildartekjur fjölskyldna og draga frá þeim skatta og iðgjöld í lífeyrissjóði. Því næst er tekjunum deilt á fjölskyldumeðlimi þannig að fyrsti einstaklingur á heimili 14 ára og eldri fær gildið 1, aðrir einstaklingar 14 ára og eldri fá gildið 0,5 og öll börn yngri en 14 ára fá gildið 0,3 (OECD modified equivalence scale). Notast er við miðgildið þar sem tekjudreifingar eru skekktar upp á við sem veldur því að meðaltöl gefa skekkta mynd af miðsækni dreifingarinnar.