Lýsing
Atvinnuleysi ungs fólks skal reiknað sem heildarfjöldi atvinnulausra ungmenna í sveitarfélaginu (teljari) deilt með heildarvinnuafli ungmenna (nefnari). Niðurstaðan skal síðan margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Atvinnulaus ungmenni skulu vísa til einstaklinga yfir löglegum vinnualdri og yngri en 24 ára sem eru án vinnu, virkir í atvinnuleit á nýliðnu tímabili (síðustu fjórar vikur) og fáanlegir til vinnu (skráðir nemendur eru ekki taldir með). Ungmenni sem ekki leituðu eftir vinnu en eiga framtíðarhlutdeild á vinnumarkaði eru talin atvinnulaus (Alþjóðavinnumálastofnunin, http: / youthstatistics.org/). Vinnuafl ungs fólks skal vísa til allra einstaklinga yfir löglegum vinnualdri og yngri en 24 ára sem eru annað hvort starfandi eða atvinnulausir yfir tiltekið viðmiðunartímabil. Gagnaveitur: Vinnumálastofnun og Hagstofa Íslands.