Hlutfall barna sem lenda í slysum á leikskóla (1 til 5 ára)
Lýsing
Hlutfall barna sem lenda í slysum í leikskóla skal reiknað sem heildarfjöldi barna sem lendir í slysum í leikskóla (teljari) deilt með heildarfjölda barna sem eru skráð í leikskóla í sveitarfélaginu (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Stjórnsýslusvið heldur utanum um fjölda skráðra slysa á börnum í leikskóla. Menntasvið Kópavogs heldur utanum upplýsingar um heildarfjölda barna sem eru skráð í leikskóla. Nýtt skráningarkerfi mun fylgjast með fjölda slysa sem verða á börnum í Kópavogi í skólum og leikskólum. Tölur eru fengnar úr kerfinu fyrir þá skóla og leikskóla sem hafa nú þegar skráð. Ennþá vantar töluvert af gögnum og því ber að taka mælingu með fyrirvara. Notast var við leikskólanna Dal og Rjúpnahæð.