6.3 Hlutfall nemenda sem lýkur námi á framhaldsskólastigi
Lýsing
Hlutfall nemenda sem útskrifast úr námi á framhaldsskólastigi (lifunarhlutfall) skal reiknað sem heildarfjöldi nemenda sveitarfélagsins sem tilheyra skóla árgangi sem útskrifast úr námi á framhaldsskólastigi (teljari) deilt með heildarfjölda nemenda sveitarfélagsins sem tilheyra árganginum, þ.e. þeir sem upphaflega voru skráðir í framhaldsskólastigið en miðað er við 11. bekk, eða fyrsta ár að loknu grunnskólastigi, sem upphafsár (nefnari). Niðurstaðan skal síðan margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Taldir eru nýnemar í dagskóla á framhaldsskólastigi, þ.e. þeir sem eru í fyrsta skipti skráðir í nám á þessu skólastigi í nemendaskrá Hagstofu Íslands frá upphafi hennar árið 1975 og eru búsettir í Kópavogi á nýnemaárinu. Þessum hópi nýnema er fylgt eftir í fjögur ár og talinn fjöldi þeirra sem hafa lokið prófi eftir a.m.k. tveggja ára nám á framhaldsskólastigi, samkvæmt prófaskrá Hagstofu Íslands. Gagnaveitur: Hagstofa Íslands.