8.1 Hlutfall bygginga sem voru byggðar eða endurbættar á seinustu 5 árum í samræmi við umhverfisvænar byggingaraðferðir

Breyting frá 1.1.2019 til 1.1.2019.
Lýsing

Hlutfall bygginga sem voru byggðar eða endurbættar á seinustu 5 árum í samræmi við umhverfisvænar byggingaraðferðir skal reiknað sem heildarfjöldi bygginga sem voru byggðar eða endurbættar á seinustu 5 árum í samræmi við umhverfisvænar byggingaraðferðir (teljari) deilt með heildarfjöldi bygginga sem voru byggðar eða endurbættar á seinustu 5 árum (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram hlutfall bygginga sem voru byggðar eða endurbættar á seinustu 5 árum í samræmi við umhverfisvænar byggingaraðferðir. Endurbætur á byggingum skulu vísa til aðgerða sem hafa það að markmiði að minnka orkunotkun, bæta orkunýtni og draga úr umhverfisáhrifum bygginga. Umhverfisvænar byggingaraðferðir skulu vísa til leiðbeininga og viðmiða sem byggingar þurfa að uppfylla svo hægt sé að kalla byggingu "umhverfisvæna". Umhverfisvænar byggingar geta verið byggingar sem eru byggðar eða endurnýjaðar í samræmi við umhverfisvæna byggingarstaðla og hægt er að flokka þær sem umhverfisvænar byggingar undir stöðlum eins og BREEAM, LEED, CASBEE, HQE, BOMA BEST, BCA Green Mark, DGNB og ASGB. Byggingin þarf ekki að vera vottuð sem umhverfisvæn bygging heldur getur hún einfaldlega fylgt umhverfisvænum byggingarstaðli meðan á byggingarferlinu stendur. Gagnaveitur: Innanhús gögn.