Hlutfall foreldra sem telur börnum af ólíkum uppruna og menningu sé mætt á sanngjarnan hátt (1 til 6 ára)
Lýsing
Hlutfall foreldra sem telur börnum af ólíkum uppruna og menningu sé mætt á sanngjarnan hátt skal reiknað sem heildarfjöldi foreldra sem svara "Mjög sammála" og "Frekar sammála" spurningunni "Að hve miklu leyti ertu sammála eða ósammála eftirfarandi staðhæfingum um leikskólann? Börnum af ólíkum uppruna og menningu er mætt á sanngjarnan hátt" (teljari) deilt með heildarfjölda foreldra sem svara spurningunni (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Í foreldrakönnun Skólavogarinnar má finna svar við því hvort foreldrar telji börnum af ólíkum uppruna og menningu sé mætt á sanngjarnan hátt í leikskólanum. Svarmöguleikar voru "Mjög sammála", "Frekar sammála", "Frekar ósammála" og "Mjög ósammála".