9.3 Traustar tekjur sem hlutfall af heildartekjum

Breyting frá 1.1.2021 til 1.1.2022.
Lýsing

Traustar tekjur sem hlutfall af heildartekjum skulu reiknaðar sem heildarfjárhæð sem fæst með leyfisgjöldum, afnotagjöldum vegna borgarþjónustu og sköttum sem innheimt eru fyrir sveitarfélagið (teljari) deilt með heildartekjum, þ.e. öllum rekstrartekjum þar með talið tekjur frá æðra stjórnvaldi (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Traustar eigin tekjur eru sá hluti tekna sveitarfélaga sem eiga uppruna sinn í gjöldum og sköttum eins og lög eða reglugerðir leyfa og segja til um, öfugt við allar aðrar tekjur, þar með taldar þær sem önnur stjórnsýslustig veita. Traustar eigin tekjur geta einnig falið í sér hlutdeild sveitarfélaga í tekju- og virðisaukaskatti, þar sem þetta er stöðugur tekjustofn fyrir mörg sveitarfélög. Gagnaveitur: Innanhús gögn.