Hlutfall stúlkna sem eru oft eða alltaf með foreldrum sínum um helgar (9. og 10. bekkur)
Lýsing
Hlutfall stúlkna sem eru oft eða alltaf með foreldrum sínum um helgar skal reiknað sem heildarfjöldi barna sem svara "oft" og "nær alltaf" spurningunni "ég er oft með foreldri/foreldrum um helgar" (teljari) deilt með heildarfjölda barna sem svara spurningunni (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Í lýðheilsukönnun R&G má finna hlutfall stráka og stelpna í 9. og 10. bekk sem segjast oft eða nær alltaf vera með foreldrum sínum um helgar. Mælingar kynjanna hafa fylgst að miklu leyti að frá 2009 og því er aðeins fylgst með prósentuhlutfalli stúlkna í mælaborðinu.