Hlutfall stráka sem á fáa eða enga vini í skólanum (5. bekkur)
Lýsing
Hlutfall stráka sem á fáa eða enga vini í skólanum skal reiknað sem heildarfjöldi barna sem svara spurningunni „Hversu marga vini eða vinkonur áttu í skólanum” með því að haka við „Enga vini/vinkonur” og „Fáa vini/vinkonur” (teljari) deilt með heildarfjölda stráka sem svara spurningunni (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Í lýðheilsukönnun R&G má finna svar barna í 5. til 7. bekk við því hvort þau eigi vini eða vinkonur í skólanum. Sjá má prósentuhlutfall 9 ára stráka í skýrslunni sem svöruðu að þeir ættu fáa eða enga vini eða vinkonur í skólanum. Horft er á hlutfall stráka sem eiga fáa eða enga vini í mælaborðinu þar sem þeir hafa mælst hærra en stelpur fjórum sinnum af síðustu fimm könnunum á árunum 2009 til 2017.