23.4 Fylgishlutfall vatnsgæðamælinga

Breyting frá 1.1.2019 til 1.1.2020.
Lýsing

Fylgishlutfall vatnsgæðamælinga skal reikna sem fjöldi prófana sem gerðar eru í samræmi við reglugerð margfaldað með 100 (teljari) deilt með fjölda prófana sem eru gerðar (nefnari). Niðurstaðan skal sett fram sem prósenta. Prófanir vísa til prófa á útliti, örverum, eðlisfræði, efnafræði og geislavirkni. Fylgishlutfall vatnsgæðamælinga gefur til kynna hlutfall vatnsgæðamælinga sem eru gerðar og uppfylla gildandi reglur og staðla um neysluvatn á ársgrundvelli. Prófin sem taka þarf tillit til eru greiningar sem gerðar eru á neysluvatni fyrir hverja breytu í tengslum við staðbundna reglugerð (t.d. E. coli, blý, arsen). Þetta getur falið í sér magn mengunarefna sem eru til staðar, svo sem örverufræðileg efni, grugg, leifar af sótthreinsandi efni, tríhalómetan, halóediksýrur og ólífræn efni. Gagnaveitur: Heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar, Garðabæjar og Kópavogs.