Hlutfall barna sem njóta félagslegrar liðveislu (6 til 18 ára)
Lýsing
Hlutfall barna sem nýtur félagslegrar liðveislu skal reiknað sem heildarfjöldi barna sem fær félagslega liðveislu (teljari) deilt með heildarfjölda barna sem hafa sótt um að fá félagslega liðveislu (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Velferðarsvið Kópavogs birtir í ársskýrslu sinni fjölda barna sem fá félagslega liðveislu. Velferðarsvið Kópavogs heldur einnig utan um heildarfjölda barna sem sækja um félagslega liðveislu. Heildarfjöldi barna sem sækir um er reiknaður með því að leggja saman þá sem hafa nú þegar félagslega liðveislu við þá sem eru á biðlista. Biðlistinn er athugaður einu sinni á ári, þann 15. september. Ástæðan fyrir því að fjöldi barna á biðlista er athugaður 15. september er vegna þess að það er sá tími þegar biðlistinn er sem lengstur og heildarfjöldinn því sanngjarn mæling á raunverulegri þörf á félagslegri liðveislu.