Lýsing
Hlutfall íbúa sem býr í ófullnægjandi húsnæði skal reiknað sem fjöldi íbúa sem búa í ófullnægjandi húsnæði (teljari) deilt með íbúafjölda sveitarfélagsins (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Með ófullnægjandi húsnæði er átt við að uppfylla ekki eitt eða fleiri af eftirfarandi skilyrðum: a) Húsnæði í góðu standi: Húsnæði sem er í góðu standi fullnægir íbúa/leigjanda sem notar húsnæðið í venjulegum tilgangi, en er ekki endilega það ástand sem íbúi/leigjandi vill. b) Þröngbýli: Hús er talið veita nægilegt rými fyrir heimilismenn ef ekki fleiri en þrír deila sama herbergi og þar er fullnægjandi eldhúseining. c) Nægjanlegur aðgangur að þjónustu á viðráðanlegu verði: Heimili er talið hafa fullnægjandi aðgang að þjónustu ef það hefur nægilegt magn af vatni til fjölskyldunotkunar; fullnægjandi aðgengi að hreinlætisaðstöðu (annað hvort einkasalerni eða almenningssalerni sem deilt er með hæfilegum fjölda fólks), aðgang að rafmagni; og aðgang að upphitun. Gagnaveitur: Hagstofa Íslands.