5.1 Atvinnuleysi

Breyting frá 1.1.2020 til 1.1.2020.
Lýsing

Atvinnuleysi skal reiknað sem fjöldi íbúa á vinnualdri sem eru ekki í launaðri vinnu eða sjálfstætt starfandi, en geta unnið og eru að leita sér að vinnu (teljari) deilt með heildarvinnuafli sveitarfélagsins (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Með atvinnuleysi er átt við einstaklinga án vinnu, sem eru virkir í atvinnuleit á undanförnu tímabili (síðustu fjórar vikur) og eru fáanlegir til vinnu. Einstaklingar sem eru ekki í virkri atvinnuleit en eiga framtíðarhlutdeild á vinnumarkaði eru taldir atvinnulausir (Alþjóðavinnumálastofnunin). Með vinnuafli er átt við alla íbúa sveitarfélagsins sem eru starfandi eða atvinnulausir. Gagnaveitur: Vinnumálastofnun.