Hlutfall barna sem urðu ölvuð á síðastliðnum 30 dögum (10. bekkur)

Breyting frá 1.1.2021 til 1.1.2022.
Lýsing

Hlutfall barna sem urðu ölvuð á síðastliðnum 30 dögum skal reiknað sem heildarfjöldi barna sem svara "1-2 sinnum", "3-5 sinnum", "6-9 sinnum", "10-19 sinnum", "20-39 sinnum" og "40 sinnum eða oftar" spurningunni "Hve oft hefur þú orðið drukkinn, síðastliðna 30 daga" (teljari) deilt með heildarfjölda barna sem svara spurningunni (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Í lýðheilsukönnun R&G má finna hlutfallsfjölda þeirra í 10. bekk sem svöruðu því játandi að hafa orðið ölvaðir einu sinni eða oftar síðastliðna 30 daga. Svarmöguleikar voru "aldrei", "1-2 sinnum", "3-5 sinnum", "6-9 sinnum", "10-19 sinnum", "20-39 sinnum", "40 sinnum eða oftar".