Lýsing
Losun gróðurhúsalofttegunda mæld í tonnum á mann skal reiknuð sem heildarmagn gróðurhúsalofttegunda í tonnum (samsvarandi koltvísýringseiningar) sem myndast á almanaksári af allri starfsemi innan borgarinnar, þar með talinni óbeinni losun utan borgarmarka (teljari) deilt með íbúafjölda sveitarfélagsins (nefnari). Niðurstaðan skal sett fram sem losun gróðurhúsalofttegunda mæld í tonnum á mann. Gagnaveitur: Notast er við losunarbókhald landsins sem Umhverfisstofnun heldur utanum, niðurreiknað á íbúa.