Lýsing
Grænt svæði (hektarar) á 100.000 íbúa skal reiknað sem landsvæði sveitarfélags (í hekturum) sem er samkvæmt skilgreiningu grænt (teljari) deilt með 1/100.000 af íbúafjölda sveitarfélagsins (nefnari). Niðurstaðan skal sett fram sem grænt svæði (hektarar) á 100.000 íbúa. Með grænum svæðum er átt við gróðursvæði og/eða náttúrulega gróðurþekju í borginni. Græn þök (t.d. þök úr grasi) falla líka undir græn svæði eða náttúrusvæði. Græn svæði eru víðari en almenningsrými utandyra og falla einkarými sömuleiðis undir græn svæði. Svæði sem eru án gróðurs eða náttúrulegrar gróðurþekju er talin lokuð (þ.e. hellulögð eða ógegndræp). Gagnaveitur: Innanhús gögn.