Lýsing
Hlutfall barna sem fær bólusetningu skal reiknað sem heildarfjöldi barna sem fær bólusetningu 12 ára (teljari) deilt með heildarfjölda barna sem eru 12 ára með lögheimili í sveitarfélaginu (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Skýrslur um heimtur vegna bólusetninga barna á höfuðborgarsvæðinu sóttar á vef embættis landlæknis. Í 12 ára bólusetningu er sprautað fyrir mislingum, hettusótt og rauðum hundum í einni sprautu (M-M-RVAXPRO). Stúlkur eru sprautaðar fyrir Leghálskrabbameini (HPV). Tvær sprautur eru gefnar með a.m.k. 6 mánaða millibili (Cervarix).